Von um að viðspyrna aukist

Hverinn Strokkur við Geysi í Haukadal gýs reglulega góðu vatnsgosi, …
Hverinn Strokkur við Geysi í Haukadal gýs reglulega góðu vatnsgosi, ferðamönnum til ánægju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu frestuðu því að skila afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi sem voru á gjalddaga frá 1. apríl til 1. desember sl., að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF.

Hægt er að sækja um lengri frest og fáist hann þarf að inna greiðslurnar af hendi næsta sumar. „Ég tel að stærri fyrirtæki og meðalstór með miklar launagreiðslur hafi nýtt sér þetta. En hafa ber í huga að þeir sem nýttu sér uppsagnarstyrki þurftu að standa skil á þessu,“ segir Jóhannes í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

En verða fyrirtækin betur í stakk búin að borga þetta næsta sumar?

„Fyrirtæki sem sér fram á að ná ágætri háönn í sumar getur frestað þessu vegna þess að starfsfólk er nú fátt og lítið safnast upp af greiðslum. Hins vegar er það sjónarmið að frekari skuldasöfnun sé ekki af hinu góða. Mjög stór hluti fyrirtækja hefur safnað ósjálfbærum skuldum og þarf að taka á þeim. Það er ekki gefið að það sé skynsamlegt að fá lengri frest, en mikilvægt að möguleikinn sé fyrir hendi fyrir þá sem þurfa að nýta sér þetta,“ sagði Jóhannes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert