Forsetinn virkjar hugvitið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, og Árni Sigurjónsson, formaður SI. Birgir Ísleifur

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur frumsýningu á nýju myndbandi þar sem Samtök iðnaðarins hvetja til þess að hugvitið verði virkjað í meira mæli. 

Hér má sjá streymi frá viðburðinum. Ávarp forseta Íslands hefst á mínútu 17:50. 

Samtök iðnaðarins hófu ár nýsköpunar í janúar síðastliðnum og hafa hvatt til þess að nýsköpun verði sett í forgang við uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. 

 

„Með útgáfu þessa myndbands vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar fyrir framfarir í íslensku atvinnulífi. Með því að styðja við umgjörð og hvata til nýsköpunar í nýjum og rótgrónum fyrirtækjum telja samtökin að samkeppnishæfni Íslands verði efld til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.  

Skapa þarf 60 þúsund ný störf á 30 árum 

Í myndbandinu kemur fram að spár geri ráð fyrir að árið 2050 verði 250 þúsund starfandi á Íslandi sem þýðir að skapa þarf 60 þúsund ný störf á næstu 30 árum. Einnig er bent á að á síðustu árum hafa 67 þúsund störf orðið til svo við höfum gert þetta áður.  

Jafnframt kemur fram að núna sé besti tíminn til að hugsa hlutina upp á nýtt enda hafi verði stigin mikilvæg skref í rétta átt til að tryggja bætta umgjörð nýsköpunar á Íslandi með auknum hvötum til fjárfestinga, meðal annars í rannsóknum og þróun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert