Niðurfellingu frestað

Miklabraut. Ákvörðunin á að hjálpatil við að flýta fyrir orkuskiptum.
Miklabraut. Ákvörðunin á að hjálpatil við að flýta fyrir orkuskiptum. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Alþingi ákveðið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts.

Ívilnunin er að hámarki að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsund krónum.

Upprunalega átti að taka fyrsta skrefið í niðurfellingu ívilnunarinnar þann 1. janúar nk. en áramótin þar á eftir átti ívilnunin að lækka enn frekar og falla svo alveg niður 1. janúar 2023.

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bílaumboðsins Öskju, fagnar niðurstöðunni. „Nú hefur drægni tengiltvinnbíla aukist hratt á síðustu árum, og það hefur sýnt sig að margir kaupa fyrst tengiltvinnbíl á leið sinni yfir í hreinan rafbíl,“ segir Jón Trausti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert