„Reynslumiklir“ og „þolinmóðir“ á Hafnartorgi

Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.
Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í frétta­til­kynn­ingu frá Reg­in fast­eigna­fé­lagi, sem send var út vegna frétt­ar Morg­un­blaðsins um hönn­un Hafn­ar­torgs í Reykja­vík og hve mikið henni væri ábóta­vant, kem­ur fram að rekstr­araðili Hafn­ar­torgs og eig­end­ur þeirra versl­ana sem þar eru séu þol­in­móðir. 

Þá seg­ir jafn­framt að versl­un­ar­eig­end­ur taki fækk­un ferðamanna með ró enda reynslu­mikl­ir aðilar á sviði versl­un­ar og þjón­ustu. Þá fer sög­um af veltu­aukn­ingu fata­versl­ana sem hafa aðset­ur á Hafn­ar­torgi og vitnað er í eig­anda Michel­sen, eins rót­grón­asta úr­smiðar á Íslandi. Hann seg­ir að það hafi verið hans mesta heilla­skref í rekstri frá upp­hafi að færa versl­un sína á Hafn­ar­torg.

Til­kynn­ing­in í heild sinni:

Þegar Hafn­ar­torgið var opnað á síðasta ári var versl­un í Kvos­inni í Reykja­vík nán­ast orðin út­dauð og höfðu flest rými við göt­ur Kvos­ar­inn­ar orðið að veit­inga­stöðum, krám eða hót­el­um. Skort­ur var á hús­næði fyr­ir öfl­ug vörumerki sem kynnu að hafa áhuga og getu til að fá Íslend­inga til að versla aft­ur í miðbæn­um. Sam­bæri­legt hús­næði að gæðum og finna má í versl­un­ar­miðstöðvum nú­tím­ans var ekki á lausu í miðborg­inni.

Því var Hafn­ar­torgið byggt á reit sem áður var mal­ar­bíla­stæði og á svæði sem hafði haft lítið aðdrátt­ar­afl. Á sama tíma var versl­un að fær­ast æ ofar á Lauga­veg og að hluta út á Granda. Miðborg­in sjálf hef­ur hins veg­ar ávallt mikið aðdrátt­ar­afl, bæði fyr­ir borg­ar­búa og ferðamenn og því lá beint við að ýta und­ir aukna versl­un og þjón­ustu sem stutt get­ur við þetta hlut­verk henn­ar.

Það hafa hins veg­ar ýms­ar hindr­an­ir verið á leiðinni. Er­lend­um ferðamönn­um er ekki til að dreifa sem stend­ur og inn­lend versl­un og þjón­usta hef­ur al­mennt sætt mikl­um tak­mörk­un­um. Aðstand­and­end­ur Hafn­ar­torgs­ins og versl­un­ar­menn taka þó þess­um áskor­un­um með ró og telja lang­tíma­horf­ur góðar fyr­ir þenn­an nýj­asta hluta Kvos­ar­inn­ar og nær­liggj­andi hafn­ar­svæði sem nú er í upp­bygg­ingu.

Kaup­menn á Hafn­ar­torgi segja staðsetn­ing­una henta sér og al­mennt ganga versl­an­ir þeirra vel þrátt fyr­ir ástandið. Hjá versl­un­inni Col­lecti­ons hef­ur mælst 100% aukn­ing í sölu nú í des­em­ber, sam­an­borið við sama mánuð í fyrra. Sömu­leiðis hef­ur mik­il veltu­aukn­ing orðið hjá Michel­sen úr­smið frá því að versl­un­in var flutt frá Lauga­vegi í fyrra. Eig­andi búðar­inn­ar seg­ir það hafa verið hans mesta heilla­skref í rekstri að færa sig á Hafn­ar­torg.

Þá er mik­ill stíg­andi í velt­unni hjá H&M, H&M Home, Optical Studio og COS þrátt fyr­ir fækk­un ferðamanna. Sömu­leiðis hef­ur Maikai, sem sel­ur acai-skál­ar, gengið vel frá því staður­inn var opnaður í júlí.

Svava Johan­sen eig­andi NTC sem rek­ur versl­un­ina GK Reykja­vík á Hafn­ar­torgi seg­ist hafa óbilandi trú á því sem versl­un­ar­svæði og það sé eðli­legt að tíma taki að byggja upp nýj­an miðbæj­ar­kjarna. Versl­un GK hafi átt marga frá­bæra mánuði frá opn­un og að ís­lensk­ir viðskipta­vin­ir séu mjög ánægðir með svæðið sem sé með því flott­ara sem sést hafi í Reykja­vík.

Bíla­kjall­ar­inn und­ir Hafn­ar­torgi er einnig orðinn fleir­um kunn­ur en áður og fer bíl­um sem þar er lagt fjölg­andi, þrátt fyr­ir fækk­un ferðamanna. Um fjög­ur þúsund bíl­ar fóru í gegn­um bíla­kjall­ar­ann í síðustu viku, sem er nærri tvö­föld­un milli ára.

Það er viðbúið að tíma taki að byggja upp um­ferð um ný svæði í grón­um borg­um og þá ligg­ur það í hlut­ar­ins eðli að borg­arþróun er nokkuð hæg­fara fyr­ir­bæri. Við höf­um hlustað á radd­ir sem kallað hafa eft­ir fjöl­breytt­ari starf­semi á Hafn­ar­torgi og við höf­um sætt fær­is þegar tæki­færi hafa gef­ist til að gera ein­mitt þetta. Við opnuðum "pop-up"-jóla­bar í fyrra sem sló í gegn og þá hafa fjöl­marg­ir viðburðir verið haldn­ir á Hafn­ar­torgi sem gengið hafa vel, þar má m.a. nefna Hönn­un­ar­mars og ýmsa smærri tón­list­ar- og listviðburði.

Það er vissu­lega rétt að það er mik­il­vægt að fólk hafi fleiri kost­um úr að velja á svæðinu og það er hluti af því að um­ferðin auk­ist enn frek­ar um Hafn­ar­torg. Við höf­um litið svo á að með því að leigja sterk­um aðilum með alþjóðleg vörumerki stærstu rým­in, þá sköp­um við grund­völl fyr­ir smærri aðila að bjóða upp á versl­un og þjón­ustu þar, á jöðrum og í ná­grenni torgs­ins.

Þá mun svæðið, með reit­un­um í kring, loks­ins verða full­byggt á næsta ári sem ger­ir það í heild sinni meira aðlaðandi heim að sækja. Það er hins veg­ar alls ekki rétt að versl­un gangi illa á Hafn­ar­torgi og við sjá­um aðeins fram á að hún muni verða enn blóm­legri með tím­an­um. Við erum þol­in­móður aðili með mikla reynslu af fast­eign­arþróun í miðbæn­um og við sjá­um fram á bjarta tíma í Kvos­inni fyr­ir bæði versl­un og allt fólkið sem þar er á ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert