Út undan á aðventunni

Að sögn arkitekts, veðurfræðings og umhverfissálfræðings sem Morgunblaðið ræddi við …
Að sögn arkitekts, veðurfræðings og umhverfissálfræðings sem Morgunblaðið ræddi við um svæðið, er skipulag Hafnartorgs vanhugsað frá upphafi. mbl.is/Árni Sæberg

Á meðan fólk flykkist á Laugaveg og í Austurstræti í hátíðlegum erindagjörðum nú í aðdraganda jóla, stendur hið nýja Hafnartorg meira og minna afskipt niðri við höfn. Ýmislegt veldur, að sögn sérfræðinga.

Í fyrsta lagi er það linnulaus norðanáttin í Reykjastræti, þar sem jólatréð stendur á miðri mynd. Hún bítur kinnar þeirra sem hætta sér inn á hennar svið, en sviðið er vindgöng sem myndast vegna hæðar nýbygginganna á svæðinu.

Í öðru lagi vantar upp á að framboð þjónustu á svæðinu sé fjölbreyttara: Á mörg hundruð metra fleti er aðeins að finna H&M og COS, þó að hinum megin séu nokkrar aðrar verslanir. Að sögn arkitekts, veðurfræðings og umhverfissálfræðings sem Morgunblaðið ræddi við um svæðið, er skipulag þess vanhugsað frá upphafi og afleiðingarnar eru þessar: Fæstir sjá ástæðu til að leggja leið sína í þennan nýja miðbæ Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert