Fá uppgreiðslugjald til baka

Íbúðalánasjóður þarf að borga til baka.
Íbúðalánasjóður þarf að borga til baka. mbl.is/Golli

Íl-sjóður, sem áður var Íbúðalánasjóður, var í gær dæmdur til að greiða pari sem greiddi uppgreiðslugjald á láni það til baka ásamt dráttavöxtum og málskostnaði. Lánið var 40 ára húsnæðislán tekið hjá Íbúðalánasjóði árið 2008.

Í dómnum er fallist á þau sjónarmið að lánaskilmálar Íbúðalánasjóðs hafi verið andstæðir lögum um neytendalán. Að sú skylda hafi hvílt á Íbúðalánasjóði eftir lagabreytingu árið 2008 að tiltaka með skýrum hætti í lánaskilmálum hvernig uppgreiðslugjaldið skyldi reiknað út og við hvaða aðstæður það yrði innheimt. Þeirri skyldu hafi ekki verið fylgt eftir.

Í dómnum segir m.a.: „Stefndi hefur sem opinber lánastofnun ríkar skyldur til þess að skuldarskjöl og upplýsingagjöf sé skýr og ótvíræð. [...] Strangar kröfur gilda því um starfsemi hans og framgöngu gagnvart lántökum. Í þessu sambandi vekur sérstaka athygli að af því sem fram er komið í málinu verður ráðið að nokkur losarabragur hafi verið í frágangi skuldaskjala stefnda. Þannig er að sjá að tilviljun hafi ráðið að nokkru ráðið hvaða texti stóð inni í stöðluðum skuldabréfaskilmálum stefnda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert