Hættustigi lýst yfir á Eskifirði

Horft yfir Eskifjörð.
Horft yfir Eskifjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu.

Sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar, hafa stækkað í dag.

Veðurstofan mælist til þess að Botnabraut, Hátún, Helgafell, Lambeyrarbraut, Hólsvegur og Strandgata verði rýmdar, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 

Íbúar í viðkomandi götum eru þar beðnir um að skrá sig í fjöldahjálparstöð Rauða kross Íslands í kirkju- og menningarmiðstöðinni að Dalbraut 2 á Eskifirði eða að hringja í síma 1717.

Rýmingarsvæðið má sjá á kortinu hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert