Héraðsbúar ganga úr rúmum fyrir Seyðfirðinga

Fólk skráir sig inn á fjöldahjálpastöð í dag.
Fólk skráir sig inn á fjöldahjálpastöð í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynningar rigna inn frá fólki á Héraði sem er tilbúið að bjóða húsnæði fyrir nágranna sína á Seyðisfirði, gerist þess þörf. Sandra Rut Skúladóttir greinir frá þessu í samtali við mbl.is en hún auglýsti síðdegis í dag eftir því að fólk myndi láta vita ef það gæti boðið upp á húsnæði.

Valaskjálf og Hótel Hallormsstaður opna dyrnar

Hótel Valaskjálf, Hótel Hallormsstaður og Tehúsið eru á meðal þeirra sem boðist hafa til að hýsa fólk, sem og önnur minni fyrirtæki.

Margt fólk hafi þá einnig lýst sig tilbúið að lána herbergi og jafnvel ganga úr rúmi fyrir Seyðfirðinga.

„Það er magnað að sjá hve margir eru tilbúnir að hjálpa,“ segir Sandra Rut. 

Hún bendir á fólk þarf að skrá sig inn í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum sem er í grunnskólanum.

Fólk skráir sig inn á fjöldahjálparstöð í dag.
Fólk skráir sig inn á fjöldahjálparstöð í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert