Íslendingar hiki ekki við að láta bólusetja sig

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú er það staðreynd að á Íslandi get­um við hafið bólu­setn­ingu hér á landi um ára­mót. Við þurf­um þó að vera viðbúin því að bólu­efnið ber­ist til lands­ins í ein­hverj­um skömmt­um og að bólu­setn­ing­in eigi sér stað í skref­um á næsta ári,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í ræðu sinn­i á þing­fundi í dag. Þar flutti hún munn­lega skýrslu um horf­ur um af­hend­ingu bólu­efn­is vegna Covid-19. 

„Evr­ópu­sam­bandið hef­ur gert samn­ing við sex lyfja­fyr­ir­tæki sem hafa unnið að þróun bólu­efn­is. Af þess­um sex eru tvö fyr­ir­tæki kom­in lengst sem eru þau AstraZeneca og Pfizer. Það þýðir að þau hafa lokið þriðja fasa rann­sókna og samn­ing­ur er und­ir­ritaður við Ísland um af­hend­ingu ból­efn­is og um­fang samn­ingsins,“ sagði Svandís. Bú­ist er síðan við að samn­ing­ur við Moderna verði und­ir­ritaður fyr­ir ára­mót.  

Ekk­ert bólu­efni hef­ur enn fengið markaðsleyfi í Evr­ópu. Bú­ist er við að markaðsleyfi Pfizer verði gefið út fyr­ir jól. Markaðsleyfi fyr­ir Moderna er að vænta fljót­lega eft­ir ára­mót og fyr­ir AstraZeneca í síðasta lagi í fe­brú­ar.

Ísland fær bólu­efni í sama hlut­falli og önn­ur Evr­ópu­lönd 

Svandís seg­ir það tryggt að Ísland fái bólu­efni í sama hlut­falli og önn­ur lönd í Evr­ópu en Íslend­ing­ar líkt og Norðmenn hafa samið við Svía sem ann­ast milli­göngu um af­hend­ingu bólu­efna til Íslands. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag koma 3.000 skammt­ar af bólu­efni á viku á fyrsta árs­fjórðungi 2020.  

„Samn­ing­ar okk­ar við þessa fyr­ir­tæki tryggja okk­ur bólu­efni sem ætti að nægja til að bólu­setja þann hluta þjóðar­inn­ar sem er mark­hóp­ur fyr­ir bólu­setn­ing­ar, það er að segja fólk fætt fyr­ir 2005.“ 

Þá ligg­ur fyr­ir að minnst 70% af mark­hópn­um þurfa að fá bólu­setn­ingu til að hjarðónæmi ná­ist.   

Eng­ar al­var­leg­ar auka­verk­an­ir hafa komið fram

Hingað til hafa eng­ar al­var­leg­ar auka­verk­an­ir komið fram við notk­un bólu­efn­is­ins. Al­geng­ustu ein­kenn­in eru væg in­flú­ensu ein­kenni og eymsli á stungustað. Svandís bend­ir þó að ástæða sé til að gæta varúðar hjá þeim sem hafa al­var­legt of­næmi. Bólu­efnið hef­ur held­ur ekki verið prófað á ófrísk­um kon­um. 

Svandís sagði það mik­il­vægt að Íslend­ing­ar hiki ekki við að láta bólu­setja sig. „Þótt þróun bólu­efn­isins hafi gengið með met­hraða á heimsvísu, og sögu­lega, þá verður ekki farið yfir nein ör­ygg­is­stig í þróun þess.“

Hún sagði ástæðu þess að ferlið hafi gengið svo hratt fyr­ir sig sé öll sú reynsla sem að ligg­ur fyr­ir við fyrri þróun bólu­efna auk ríf­legs fjár­magns og samstöðu þjóða. Hún bætti við að ef allt fer á besta veg má bú­ast við því að þorri þjóðar­inn­ar verði bólu­sett­ur á fyrstu tveimur árs­fjórðung­um næsta árs.  

Nýr kafli í bar­átt­unni við Covid-19 

„Við erum að stíga inn í nýj­an kafla í bar­átt­unni við Covid-19. Það er full ástæða til að gleðjast yfir því og láta ekki slá okk­ur út af lag­inu þó dag­arn­ir séu mis­góðir í frétt­um, vegna þess að fyrst og fremst er staðan sú að við erum komin inn í þenn­an nýj­an kafla bólu­efn­is og við höf­um með okk­ar samning­um tryggt okk­ur nægi­legt magn bólu­efna fyr­ir Ísland,“ sagði Svandís.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka