Minkar aftur aldir í Héraðsdalsbúinu

Nýjasta minkahúsið í Héraðsdal II var byggt 2006, alls liðlega …
Nýjasta minkahúsið í Héraðsdal II var byggt 2006, alls liðlega 3.300 fermetrar að gólfflatarmáli. Á jörðinni eru þrjú eldri minkahús, auk íbúðarhúss. Búið hefur verið í rekstri með hléum í allmörg ár. mbl.is/Helgi Bjarnason

Starfsemi hefst á nýjan leik í minkahúsunum í Héraðsdal II í Skagafirði í vetur. Urðarköttur ehf. á Syðra-Skörðugili hefur tekið húsin á leigu og hefur þar rekstur með baktryggingu reyndra danskra minkabænda.

Minkabú hefur verið rekið í Héraðsdal II með hléum í allmörg ár og þar eru stór minkahús og íbúðarhús. Síðast var þar minkabú í eigu danskrar fjölskyldu sem hætti rekstri í lok árs 2018 og íslenskt félag hennar varð gjaldþrota. Arion-banki leysti til sín eignirnar og seldi Kaupfélagi Skagfirðinga.

Selja skinnin fyrir fram

„Við rekum fóðurstöð og mikið hráefni fellur til við matvælaframleiðslu hjá okkur. Við vorum að skoða möguleika á að koma þessu í gang aftur og ræddum möguleika á samstarfi við Einar á Skörðugili. Þá var kreppan að skella á og hann treysti sér ekki í þetta. Hann kom nú að máli við okkur um að taka eignirnar á leigu, sér tækifæri í þessu,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS.

Kaupfélagið hefur áður haft til skoðunar að hefja rekstur á stóru loðdýrabúi til að nýta betur fóðurstöð og hráefni en ekki orðið úr, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert