Viðar Guðjónsson
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu til íbúa Seyðisfjarðar hefur öll umferð verið bönnuð í bænum. Hættuástand er enn í gildi. Beðið er birtingar til þess að meta hættu af frekari skriðuföllum. Fólk í bænum er mun skelkaðra en það var í gær og hefur komið fram gagnrýni á upplýsingaleysi til íbúa bæjarins.
Upplýsingarnar um að umferð væri bönnnuð barst með smáskilaboðum.
Grenjandi rigning eykur enn á hættuna á frekari skriðuföllum. Mál manna á svæðinu er það að aðrar eins aðstæður hafi ekki komið upp í bænum.
Allt aðkomufólk úr öðrum landshlutum hefur verið stúkað af og þarf að ráðfæra sig við lögreglu áður en það sinnir erindum sínum. Á það við m.a. við um fjölmiðlafólk sem komið er til Seyðisfjarðar úr Reykjavík sem og starfsfólk frá náttúruhamfaratryggingum. Er það gert af sóttvarnarástæðum.
Starfsfólk bæjarins hefiu ekki getað hafið hreinsunarstarf og bíður fyrirmæla.
Eins og sakir standa er skuggsýnt en búast má við því að fljótlega verði hægt að meta betur aðstæður í Nautaklauf þar sem skriður hafa fallið.