Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að hún geti tekið undir eitthvað af þeirri gagnrýni sem sett var fram á Hafnartorg í umfjöllun blaðsins í gær.
Aðstandendur Hafnartorgs sendu einnig frá sér athugasemd vegna umfjöllunarinnar, en þeir telja að langtímahorfur svæðisins séu góðar og taka þeim áskorunum sem komið hafa upp með ró.