„Það rignir hér enn“

Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri.
Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Aðstæður eru ósköp svipaðar, það rign­ir hér enn,“ seg­ir Þór­hall­ur Árna­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, um stöðu mála á Seyðis­firði.

„Við vit­um ekk­ert hvernig fram­haldið verður,“ seg­ir hann en von­ar að það fari að létta til.

Aðspurður seg­ir hann bæj­ar­búa reyna að taka hlut­un­um eins og þeir eru og vinna úr aðstæðum eins og hægt er. „Þetta hlýt­ur sjálf­sögðu að vera áfall fyr­ir bæj­ar­búa að upp­lifa þetta,“ seg­ir Þór­hall­ur og tal­ar um að önn­ur eins vætutíð og sam­felld rign­ing verði ekki nema á 50 ára fresti á svæðinu sam­kvæmt Veður­stofu Íslands. Jafn­vel hafi menn nefnt á 100 ára fresti.

Aðgerðir lög­regl­unn­ar snú­ast fyrst og fremst um að tryggja ör­yggi bæj­ar­búa og tak­marka um­ferð inn á svæðið. Einnig er reynt að stýra um­ferðinni inn­an­bæjar, hvort sem það er hjá al­menn­ingi, fjöl­miðlafólki eða öðrum, og reynt að hlúa að fólki sem hef­ur þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Nota dróna til að mynda

Þór­hall­ur seg­ir erfitt að segja til um frek­ari skriðuföll. „Að mér skilst féllu tvær skriður hérna úr Nautak­lauf­inni í nótt. Það féll stór skriða úr henni síðasta þriðju­dag. Að mér skilst er ekki vitað hvor það sé eitt­hvað í miðjunni á Nautak­lauf­inni sem gæti fallið niður. Það kem­ur í ljós með birt­ingu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að farið verði með dróna á svæðið á eft­ir frá lög­regl­unni til að meta aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert