Birgir hefur talað mest

Birgir Þórarinsson.
Birgir Þórarinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú þegar þingstörfin eru á lokasprettinum fyrir jólahlé er rétt að skoða hvaða þingmenn hafa talað mest á yfirstandandi þingi, 151. löggjafarþinginu.

Þegar þingfundi var slitið á þriðja tímanum í fyrrinótt var staðan sú að Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var í efsta sætinu. Birgir hafði þá farið 143 sinnum í ræðustólinn og flutt 38 ræður og gert 105 athugasemdir (andsvör). Alls hafði hann talað í 683 mínútur, eða rúmlega 11 klukkustundir.

Í 2. sæti er Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sem hafði talað í 625 mínútur samtals, eða rétt rúmar 10 klukkustundir. Guðmundur hefur oftast farið í ræðustólinn eða 175 sinnum, flutt 122 ræður og gert 53 athugasemdir.

Björn Leví Gunnarsson pírati kemur næstur, hefur talað í 607 mínútur. Björn Leví hefur á undanförnum þingum verið í fremstu röð á þessu sviði. Fjórði er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem talað hefur í 514 mínútur, og fimmti Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, sem talað hefur 407 mínútur. Framan af þingvetrinum var Guðmundur Ingi í efsta sætinu en Birgir talaði sig upp fyrir hann þegar á þingið leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert