Birgitta er óvæntur metsöluhöfundur í ár

Bókunum um Láru og Ljónsa er stillt fram í stórverslunum. …
Bókunum um Láru og Ljónsa er stillt fram í stórverslunum. Höf-undurinn Birgitta Haukdal er ánægð með viðtökurnar sem bækurnar fá. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Að heyra þetta orð, metsöluhöfundur, er mjög óraunverulegt. Mér finnst ég eiginlega vera stödd í einhverri sögu sjálf,“ segir rithöfundurinn Birgitta Haukdal sem komið hefur af miklum krafti inn í jólabókaflóðið í ár.

Á nýjasta metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda átti Birgitta fimm af 16 mest seldu bókunum í flokki barna- og ungmennabóka en þeir sem til þekkja í bókaútgáfu kannast ekki við að nokkuð sambærilegt hafi áður gerst. Þrjár af þeim komu út á þessu ári en tvær eru eldri.

„Samtals má búast við því að þetta gæti skilað henni þeim árangri að verða metsöluhöfundur Íslands árið 2020,“ segir Egill Örn Jóhannsson, útgefandi Birgittu hjá Forlaginu, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert