Skjalasafnið grafið undir þungu hlassi af aur

Ótrúleg gæfa hafi orðið til þess að enginn slasaðist í …
Ótrúleg gæfa hafi orðið til þess að enginn slasaðist í þessum hamförum. Ljósmynd/Tækniminjasafn Austurlands

Aðalbygging Tækniminjasafns Austurlands varð fyrir umtalsverðum skemmdum þegar stóra skriðan féll í byggðina í Seyðisfirði um klukkan þrjú í gær.

Byggingin sem áður hýsti megnið af safnkosti safnsins, prentverkstæði, skrifstofur og skjalasafnið, er nú grafin undir þungu hlassi af aur og drullu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu safnsins.

Enginn slasaðist í hamförunum í gær.
Enginn slasaðist í hamförunum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erfiðir dagar og fullir af óvissu

„Skipasmíðastöðin, með sínu glænýja þaki, sem hýsti trésmíðaverkstæði er bókstaflega horfin,“ segir þar.

Ótrúleg gæfa hafi orðið til þess að enginn slasaðist í þessum hamförum og rýming bæjarins gengið mjög vel.

„Þetta eru erfiðir dagar, fullir af óvissu og kvíða en við höldum ótrauð áfram og vonum að þetta safn okkar Seyðfirðinga eigi bjartari framtíð fyrir sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert