Varaafl dugar fram á mánudagskvöld

Frá Seyðisfirði eftir skriðuna stóru sem féll um klukkan þrjú.
Frá Seyðisfirði eftir skriðuna stóru sem féll um klukkan þrjú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafmagnslaust varð í hluta Seyðisfjarðar fyrr í dag. Rafmagn er komið aftur á að miklu leyti, en þó er tækjahús fjarskiptafyrirtækisins Mílu enn án veiturafmagns.

Tækjahúsið er því keyrt á varaafli sem dugar fram á mánudagskvöld. Gerðar verða ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi rekstur ef rafmagnsleysi dregst lengur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Koma í veg fyrir að raki berist í húsið

Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er, þó að aurskriður hafi valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í firðinum.

Í tilkynningunni segir að unnið hafi verið að því að dæla vatni frá lóðinni í kringum hús Mílu í bænum til að koma í veg fyrir að raki berist í húsið og þar með fjarskiptabúnaðinn sem þar er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka