Myndir sem teknar voru um borð í Beiti, skipi Síldarvinnslunnar sem kallað var út til aðstoðar á Seyðisfirði í dag eftir að gríðarstór aurskriða féll niður í byggðina í firðinum, sýna eyðilegginguna sem skriðan olli þegar hún æddi í gegnum bæinn.
Myndirnar voru teknar eftir sólsetur, enda var skipið í firðinum á milli um klukkan 18 og 22 í kvöld. Með hjálp ljóskastara um borð var þó mögulegt að greina að einhverju leyti tjónið sem varð í bænum í dag. Ljóst er að það er mikið.