1.319 tóku þátt í framboðskönnun

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

1.319 tóku þátt í framboðskönnun á vegum Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lauk kl. 17 í dag. 49 höfðu gefið kost á sér.

Fram kemur í tilkynningu frá formanni fulltrúaaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík að framkvæmd könnunnarinnar hafi gengið vel og að engin teljandi vandamál hafi komið upp.

„Niðurstöður framboðskönnunarinnar verða kynntar uppstillingarnefnd á fyrsta fundi hennar milli jóla og nýárs. Niðurstöðurnar verða ekki birtar opinberlega eins og tilkynnt var áður en könnun hófst, enda ekki verið að kjósa bindandi um ákveðin sæti á lista heldur verið að kanna viðhorf flokksfólks í Samfylkingunni til þeirra einstaklinga sem gáfu kost á því,“ segir í tilkynningunni.

„Lokaákvörðun um listana tvo í höfuðborginni tekur allsherjarfundur Samfylkingarfélaga í Reykjavík, og er þess vænst að hann verði haldinn fyrir lok febrúar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert