Á meðfylgjandi mynd má sjá þau svæði og götur á Seyðisfirði þar sem rýmingar eru enn í gildi, merkt með gulum lit.
Á öðrum svæðum hefur rýmingu verið aflétt.
Í tilkynningu frá lögreglu er áréttað að óviðkomandi umferð um bæinn er enn bönnuð.
Þeir íbúar sem fá að snúa aftur þurfa að gefa sig fram við veglokunina á Fjarðarheiði. Íbúar sem ekki hafa bíl til umráða geta gefið sig fram í fjöldahjálparstöðinni í Egilsstaðaskóla.