Góði hirðirinn úthlutar 11 milljónum

Góði hirðirinn úthlutar 11 milljónum
Góði hirðirinn úthlutar 11 milljónum Þráinn Kolbeinsson

Góði hirðirinn úthlutaði á föstudag rúmlega 11 milljónum króna til góðgerðarfélaga og félaga sem starfa í þágu samfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu, sem rekur Góða hirðinn.

„Markmið Góða hirðisins er að stuðla að endurnotkun verðmæta sem viðskiptavinir Sorpu skila í nytjagáma á endurvinnslustöðvum Sorpu,“ segir í tilkynningunni, en til viðbótar við verslun Góða hirðisins við Fellsmúla 28 hefur Góði hirðirinn einnig opnað netverslun og svokallaða uppsprettuverslun við Hverfisgötu 94-96 á árinu.

Þau samtök sem fengu styrk í ár voru Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálpræðisherinn í Reykjavík, Fjölskylduhjálp Íslands, Píeta-samtökin, Kraftur stuðningsfélag, Ástráður, Lionsklúbburinn Kaldá, Lækur athvarf, Líknarfélagið Alfa, Samhjálp, List án landamæra, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, SÁÁ, Hjálparstarf kirkjunnar, Funi – félag um forvarnir/Forvarnamiðstöðin, Einhverfusamtökin, Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa og Reykjadalur, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Reykjavík Tool Library og Fjölsmiðjan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert