Slökktu eld í Lækjargötu

Húsið sem um ræðir. Myndin var tekin árið 2010.
Húsið sem um ræðir. Myndin var tekin árið 2010. mbl.is/Árni Sæberg

Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Lækjargötu 2a um klukkan hálfsex í morgun eftir að tilkynnt var um eld í húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tók töluverðan tíma að finna upptök eldsins, sem voru í kjallara byggingarinnar, en þegar það tókst gekk slökkvistarf greiðlega. Vatnsúðakerfi er í byggingunni.

Þegar blaðamaður náði tali af slökkviliði um klukkan hálfsjö var slökkvistarfi lokið en verið að hreinsa vatn úr kjallaranum. Eldsupptök eru ókunn.

Húsið, sem er á horni Lækjargötu og Austurstrætis, brann til grunna í eldi árið 2007 en var endurbyggt í upprunalegri mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert