Stjórnarráðið leiðréttir Bloomberg

Heilbrigðisráðuneytið segir fréttaflutning Bloomberg af fjölda skammta bóluefnis sem búið …
Heilbrigðisráðuneytið segir fréttaflutning Bloomberg af fjölda skammta bóluefnis sem búið er að tryggja fyrir Ísland rangan. Leiðrétting hefur verið send. AFP

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðisráðuneyt­inu hef­ur verið send leiðrétt­ing til frétta­veit­unn­ar Bloom­berg vegna fjölda skammta af bólu­efni sem búið er að tryggja á Íslandi.

Sam­kvæmt því sem seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins tryggja samn­ing­ar Íslands við AstraZeneca um 230.000 skammta af bólu­efni sem duga fyr­ir 115.000 manns.

Sam­kvæmt frétta­flutn­ingi Bloom­berg höfðu ein­ung­is 103.000 bólu­efna­skammt­ar verið tryggðir fyr­ir Íslend­inga og Íslend­ing­ar sagðir langt á eft­ir öðrum lönd­um í að tryggja aðgang að bólu­efni.

Fleiri samn­ing­ar

Þá hafa 170.000 skammt­ar verið tryggðir af bólu­efni Pfizer (Bi­oNTech) bólu­efn­inu sem dug­ir til að bólu­setja 85.000 ein­stak­linga.  

Gert er að auki ráð fyr­ir að hægt verið að skrifa und­ir samn­inga við Jans­sen (John­son & John­son)  um 235.000 skammta fyr­ir jól.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert