Stjórnarráðið leiðréttir Bloomberg

Heilbrigðisráðuneytið segir fréttaflutning Bloomberg af fjölda skammta bóluefnis sem búið …
Heilbrigðisráðuneytið segir fréttaflutning Bloomberg af fjölda skammta bóluefnis sem búið er að tryggja fyrir Ísland rangan. Leiðrétting hefur verið send. AFP

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið send leiðrétting til fréttaveitunnar Bloomberg vegna fjölda skammta af bóluefni sem búið er að tryggja á Íslandi.

Samkvæmt því sem segir á vef stjórnarráðsins tryggja samningar Íslands við AstraZeneca um 230.000 skammta af bóluefni sem duga fyrir 115.000 manns.

Samkvæmt fréttaflutningi Bloomberg höfðu einungis 103.000 bóluefnaskammtar verið tryggðir fyrir Íslendinga og Íslendingar sagðir langt á eftir öðrum löndum í að tryggja aðgang að bóluefni.

Fleiri samningar

Þá hafa 170.000 skammtar verið tryggðir af bóluefni Pfizer (BioNTech) bóluefninu sem dugir til að bólusetja 85.000 einstaklinga.  

Gert er að auki ráð fyrir að hægt verið að skrifa undir samninga við Janssen (Johnson & Johnson)  um 235.000 skammta fyrir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka