Týr sótti innlyksa fólk og ketti

Týr kom til Seyðisfjarðar á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Týr kom til Seyðisfjarðar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Týr kom til Seyðisfjarðar á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir sólarhringssiglingu, þar sem það verður til taks á meðan þurfa þykir.

Í gærkvöldi sótti varðskipið þrennt sem varð innlyksa við Hánefsstaði ásamt tveimur köttum, og flutti til hafnar á Seyðisfirði, að því er fram kemur í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook.

Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, á leið til Egilsstaða þar sem hún verður til taks vegna aurskriðanna, að því er RÚV greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert