Vél Bluebird snúið við eftir sprungu í framrúðu

Sprungur komu í framrúðu vélar Bluebird á leið sinni til …
Sprungur komu í framrúðu vélar Bluebird á leið sinni til Belgíu. Ljósmynd/Aðsend

Fraktflutningavél Bluebird var snúið við um hádegisbil í dag þegar vélin var stutt á veg komin á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Liége í Belgíu.

Sprungur komu í framglugga vélarinnar. Tómas Dagur Helgason flugrekstrarstjóri hjá Bluebird segir það ekki algengt, „en þetta gerist“. Rúðurnar eru hitaðar og eru í þremur lögum og ysta lagið sprakk. 

Hann segir að erfitt hafi verið fyrir flugmann á lofti að átta sig á því hvaða lag hefði sprungið. Vélinni var snúið við til að gæta fyllsta öryggis. Ekki var hætta á ferðum.

Vél Bluebird snúið við.
Vél Bluebird snúið við. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert