„Allt í stórhættu og Guðs hendi“

Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi.
Bátur frá Landhelgisgæslunni lónar fyrir landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, er einn þeirra fjölmörgu sem staðið hafa í ströngu á Seyðisfirði og vann meðal annars það afrek að bjarga félaga sínum úr björgunarsveitarbíl í miðri aurskriðu. Morgunblaðið spurði Davíð hvernig þetta hefði gerst.

„Þarna var björgunarsveitarbíll, alveg í jaðri skriðu, sem varð fyrir flóðinu, færðist langar leiðir og kastaðist til. Þetta er hátt í sjö tonna trukkur og ef þetta hefði verið öðruvísi bíll, þá hefði maðurinn ekki verið til frásagnar,“ segir Davíð.

Björgunarsveitarmaður telur fólk á leið heim til Seyðisfjarðar.
Björgunarsveitarmaður telur fólk á leið heim til Seyðisfjarðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég stökk til, en sá ekkert inn í bílinn fyrir aur og drullu, framrúðan farin svo ég hélt að húsið væri fullt af aur. Ég brýt rúðuna og reyni samt að opna bílinn, en það var stór steinn fyrir. Ég veit ekki hvort við hreyfðumst eða skriðan hreyfðist, en ég næ að toga manninn út, við komumst út og náum einhvern veginn að synda út úr skriðunni.“

Við björgunarsveitarhúsið skapaðist líka hætta. „Inni í stjórnstöðinni um 20-30 manns og aurskriða á leiðinni. Það var allt í stórhættu ásamt bæjarbúum. Það var allt í Guðs hendi og það fékk að lifa.“

Spýtnabrak og lausamunir fljóta í sjó fram og grannt er …
Spýtnabrak og lausamunir fljóta í sjó fram og grannt er fylgst með. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert