Fá að vita stöðuna í dag

Átta af 49 þátttakendum í framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Átta af 49 þátttakendum í framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ljósmynd/skjáskot

Fram­bjóðend­ur sem gáfu kost á sér í fram­boðskönn­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík hafa kost á því að hringja í formann full­trúaráðs og vita hvor­um meg­in miðlínu þau lentu í dag. Þó nokkr­ir hafa þegar hringt.

Þetta staðfesti Hörður J. Odd­fríðar­son, formaður full­trúaráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is í dag. 

Fram­borðskönn­un­in fór fram ra­f­rænt um helg­ina og lauk í gær kl. 17. 1.319 manns tóku þátt í könn­un­inni. Merkja mátti við 5 til 10 fram­bjóðend­ur með at­kvæði, ekki var raðað með núm­er­um held­ur var eitt at­kvæði eitt stig.

Raðað í hópa

Hörður seg­ir að 9.563 at­kvæði hafi verið greidd, sem sam­svar­ar því að hver hafi greitt 7,2 at­kvæði að meðaltali. 

Fram­bjóðend­um verður svo raðað í fimm manna hópa eft­ir fjölda at­kvæða í fyrstu at­rennu. Í til­kynn­ingu sem barst frá full­trúaráði í gær kom fram að áfram verði hlustað eft­ir hug­mynd­um og ábend­ing­um frá flokks­mönn­um. 

Upp­still­ing­ar­nefnd tek­ur svo við niður­stöðunum, þó bara hinum fimm manna hóp­um. Upp­still­ing­ar­nefnd fær ekki að vita hversu mörg at­kvæði eru á bak við hvern ein­stak­ling í hópn­um. 

Hægt að færa á milli hópa

Hörður seg­ir að ekk­ert banni að fólk sé fært á milli hópa, en það þurfi að vera rök á bak við það. Ekki mega vera færri kon­ur en 40% á lista og ekki gilda nein­ar fram­boðsregl­ur um fjölda ungliða á lista. Í leiðbein­ing­um um hvernig skal staðið að upp­still­ingu stend­ur að raða skuli á lista fyr­ir bæði kjör­dæmi í sam­ræmi við regl­ur um fléttulista. 

Þá get­ur upp­still­ing­ar­nefnd breytt regl­un­um um hvernig skal staðið að upp­still­ingu ein­tóma ef tækni­leg­ar ástæður krefjast þess. 

Upp­still­ing­ar­nefnd hef­ur þannig nokkuð víðtæk­ar heim­ild­ir til að íhlutast í upp­röðun. 17 ein­stak­ling­ar eru í upp­still­ing­ar­nefnd­inni.

Hörður á von á því að eitt­hvað um niður­stöður könn­un­ar­inn­ar verði gert op­in­bert eft­ir fyrsta fund henn­ar sem fer fram á milli jóla og ný­árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert