„Boltinn er hjá samninganefnd ríkisins,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Flugvirkjafélags Íslands í samtali við Morgunblaðið. Flugvirkjafélagið lagði fram drög að heildarkjarasamningi fyrir flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands á fundi við ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku. Tveir fundir hafa verið haldnir frá því að lög voru sett á verkfall flugvirkja 27. nóvember.
Lögin fela í sér að skipaður verður gerðardómur sem gert verður að fjalla um kjaramál þeirra, semjist ekki fyrir 4. janúar. Ljóst þykir að ekki sé mikill tími til stefnu.