Friðarsúlan tendruð á ný

Frá tendrun Friðarsúlunnar árið 2018.
Frá tendrun Friðarsúlunnar árið 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð að nýju í dag á stysta degi ársins.

Lista­verkið til­einkaði Yoko Ono eig­in­manni sín­um, tón­list­ar­mann­in­um John Lennon. Friðarsúl­an er tendruð á fæðing­ar­degi hans, 9. októ­ber, ár hvert og slökkt á henni 8. des­em­ber, en þá er þess minnst að Johns Lennon var myrt­ur fyr­ir utan heim­ili sitt í New York.

Jafnan er hún einnig tendruð upp yfir áramótin og fram á þrettándann.

Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að í ljósi aðstæðna í heiminum hafi verið ákveðið að í stað þess að slökkva á geislum súlunnar þegar nýtt ár hefur gengið í garð, eins og venjan er, lýsi Friðarsúlan upp skammdegið allt fram á jafndægur á vori í mars á næsta ári.

Fylgjast má með súlunni í beinni útsendingu hér, þegar kveikt er á henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert