Tillit sé tekið til nytja og hefða

Á fetinu við Hvítárvatn.
Á fetinu við Hvítárvatn. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Ef stofna skal hálendisþjóðgarð þarf að taka tillit til þeirrar menningar, hefða og nytja sem heimafólk í hverri sveit hefur af hálendinu. Alltaf er hætta á að slíkt skerðist ef þessi dýrmætu lönd og mál þar verða í höndum og stjórn opinberrar stofnunar í Reykjavík,“ segir Hjalti Gunnarsson, hrossabóndi á Kjóastöðum í Biskupstungum.

Andstaðan við stofnun hálendisþjóðgarðs þar í sveit hefur verið nokkuð afdráttarlaus. Heimamenn óttast að missa yfirráð á hálendinu, en þangað er fé rekið á afrétt og starfrækt ferðaþjónusta meðal annars í tengslum við hestaferðir. Hjalti rekur fyrirtækið Geysir hestar og hefur í um 30 ár verið með hestaleiðangra á sumrin yfir Kjöl úr Biskupstungum norður í Skagafjörð.

Forgangsmál að fara vel með landið

„Landverðir vinna oft gott starf á hálendinu, en þeir þurfa að vera læsir á fólk og aðstæður. Heimafólk hér í Biskupstungum hefur sinnt þessu svæði mjög vel og stór svæði á suðurhluta afréttarins grædd upp,“ segir Hjalti, sem áætlar að á þrjátíu árum séu hestaferðir hans yfir Kjöl orðnar um 200. Í þeim tíðkaðist lengi á norðurleið að ríða austan við Bláfell, nærri Hvítá. Fyrir nokkrum árum varð honum ljóst að vegna hrossanna væri mikil ánauð á gróður á þeim slóðum. Við svo búið mætti ekki standa og því er nú farið með stóðið um Bláfellsháls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert