„Ég er bara að vinna vinnuna mína“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún sé með engu móti tek­in við af Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra þegar kem­ur að því að út­vega bólu­efni við kór­ónu­veirunni fyr­ir Íslend­inga. Und­an­farið hef­ur hún átt sam­töl við ýmsa hátt setta aðila til þess að tryggja aðgengi Íslands að bólu­efni.

„Ég er bara að vinna vinn­una mína,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is. „Þetta verk­efni er búið að verða á borði rík­is­stjórn­ar­inn­ar vik­um og mánuðum sam­an og heil­brigðisráðherra hef­ur auðvitað haft for­ystu um þetta mál og fer með þetta mál. Mitt hlut­verk í þessu er bara eins og allra annarra for­sæt­is­ráðherra í heim­in­um.“

Góð sam­töl

Katrín seg­ist hafa verið í sam­bandi við Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, um stöðu á bólu­efna­markaði í Evr­ópu. Þá ræddi hún einnig við yf­ir­mann bólu­efna­sviðs lyfjaris­ans Pfizer.

Með því seg­ist hún vera að verja hags­muni Íslands en ekki síður til þess að taka púls­inn hlutaðeig­andi aðilum og kanna stöðuna.

„Ég er nátt­úr­lega búin að vera í sam­bandi við til dæm­is Ursulu von der Leyen nokkr­um sinn­um útaf þess­um mál­um og er auðvitað bara að sinna mínu hlut­verki í því að taka þátt í því að verja hag­muni Íslands.“

„Þannig að það skipt­ir máli bæði að minna á sig og líka bara mik­il­vægt að glöggva sig bet­ur á stöðunni sem er sí­breyti­leg frá degi til dags. Og ef það er eitt­hvað sem ég tek út úr mín­um sím­töl­um við fólk þá er það í raun og veru bara það að það hélt eig­in­lega eng­inn að við yrðum kom­in á þenn­an stað í des­em­ber að vera að byrja að bólu­setja. Ég hélt það ekki og ég held að eng­inn hafi reiknað með því að þetta myndi taka svona skamm­an tíma.“

Hröð þróun

Þá seg­ir Katrín einnig að framþróun bólu­efna í heim­in­um sé hröð. Hún minn­ir á mik­il­vægi þess að hafa ekki öll egg­in í sömu körf­unni í því sam­bandi. „Og það er þannig að við erum að sjá breyt­ing­ar ger­ast bara frá degi til dags, viku til viku í bæði framþróun, nú fer vænt­an­lega að stytt­ast í veit­ingu markaðsleyf­is fyr­ir Moderna, þannig þetta er að ger­ast mjög hratt.“

„Ég tel að það hafi verið rétt að gera þetta eins og við gerðum þetta, í sam­floti með Nor­egi og Evr­ópu­sam­band­inu. Ég tel að það sé að gef­ast vel. Það er svo mik­il­vægt að ein­mitt hafa ekki veðjað á einn hest held­ur vera með öll þessi fyr­ir­tæki und­ir. Sko, ég vil bara minna á að fram­an af var það AstraZeneca sem all­ir héldu að yrðu fyrst­ir sko.

Svo ein­hvern veg­inn æxl­ast þetta ein­hvern veg­inn öðru­vísi þannig ég tel að við höf­um staðið gríðarlega vel að þessu. En ég meina auðvitað eru þjóðir heims, all­ar, að gæta sinna hags­muna. Við erum að því líka. Það er bara okk­ar hlut­verk.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert