Gagnamagn í farsímum jókst um 54,4%

Æ meira gagnamagn er notað á farsímanetinu.
Æ meira gagnamagn er notað á farsímanetinu. AFP

Notkun farsíma jókst verulega á fyrri helmingi þessa árs. Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú birt skýrslu sína með tölfræðilegum upplýsingum um fjarskiptamarkaðinn hér á landi, sem nær yfir fjarskipti, netnotkun og hlutdeild fjarskiptafyrirtækjanna á fyrstu sex mánuðum ársins og ná gögnin því yfir notkunina í fyrstu fylgju kórónuveirufaraldursins og endurspegla að einhverju leyti áhrif samkomutakmarkana.

Þar má m.a. sjá að fjöldi mínútna úr farsímum á fyrstu sex mánuðum ársins var 577 milljónir á tímabilinu en var á fyrri hluta síðasta árs 462 milljónir. Aukningin milli ára er því um 21%, sem er töluvert umfram aukningu fyrri ára.

Ennfremur kemur þar fram að gagnamagn á farsímaneti færist enn í aukana og eykst milli ára um 54,4%. Bent er á í skýringum á þessu að gagnamagn á farsímanetinu hefur aukist mikið á undanförnum árum með innleiðingu á 4G. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert