Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var skyndilega tekin afsíðis af sérsveitarmanni ásamt aðstoðarmanni sínum í skoðunarferð um Ferjuhúsið á Seyðisfirði nú fyrir stuttu.
Blaðamenn fengu engar skýringar á uppákomunni. Samkvæmt heimildum mbl.is er ástæða uppákomunnar hótun sem beindist að Katrínu frá íbúa á svæðinu. Frekari upplýsingar liggja þó ekki fyrir.
Andrúmsloftið var rafmagnað meðal blaðamanna á svæðinu. Um tíu mínútum síðar steig forsætisráðherra fram á ný og ræðir nú við blaðamann en hún vill ekki tjá sig um það sem fram fór.
Uppfært 12:46
Katrín er að tala við gesti fjöldahjálparmiðstöðvarinnar eins og ekkert hafi í skorist. Viðbragðaðilar eru þó á svæðinu, þar á meðal sérsveitarmaður sem reyndar hefur verið með í för alla ferðina.