Klára samning um bóluefni frá Janssen

Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Áslaug Einarsdóttir lögfræðingur
Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Áslaug Einarsdóttir lögfræðingur Ljósmynd/Stjórnarráðið

Íslensk stjórn­völd hafa und­ir­ritað sam­komu­lag við lyfja­fram­leiðand­ann Jans­sen um kaup á bólu­efn­um við Covid-19. Samn­ing­ur­inn við Jans­sen trygg­ir bólu­efni fyr­ir 235.000 ein­stak­linga. Áður var búið að gera samn­ing um bólu­efni frá Pfizer fyr­ir 85.000 ein­stak­linga og Astra Zenca fyr­ir 115.000 ein­stak­linga. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu.

Fram kem­ur að þátttak Íslands í sam­starfi Evr­ópuþjóða um kaup á bólu­efn­inu tryggi hlut­falls­lega sama magn bólu­efna hér á landi og hjá öll­um öðrum þjóðum sem taki þátt í sam­starf­inu.

Þá kem­ur fram að heil­brigðisráðuneytið vinni nú að loka­gerð samn­ings við lyfja­fram­leiðand­ann Moderna og er ráðgert að und­ir­rita hann 31. des­em­ber næst­kom­andi.

Samið hefur verið við lyfjaframleiðandann Janssen um kaup á bóluefni.
Samið hef­ur verið við lyfja­fram­leiðand­ann Jans­sen um kaup á bólu­efni. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert