Reynt að opna fyrir umsóknir fyrir jól

Styrkirnir verða veittir vegna tekjufalls í kórónukreppunni.
Styrkirnir verða veittir vegna tekjufalls í kórónukreppunni. mbl.is/sisi

Starfsmenn skattsins vinna nú að því að hægt verði að opna fyrir móttöku umsókna um tekjufallsstyrki fyrir jól en ekki er þó öruggt að þær fyrirætlanir gangi eftir. Undirbúningurinn hefur reynst flóknari en ætlað var á Alþingi þegar þingið samþykkti lögin um tekjufallsstyrki 5. nóvember en þá var því haldið fram að hægt yrði að sækja um tekjufallsstyrki um mánaðamótin nóvember og desember.

Í svari sem fékkst hjá skattinum í gær segir að unnið sé hörðum höndum að því að hægt verði að hefja móttöku umsókna um tekjufallsstyrki sem allra fyrst og það verði vonandi fyrir jól.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert