Telur ferlið vera gallað

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála iðnaðar og nýsköpunar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála iðnaðar og nýsköpunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það má færa rök fyrir að matið sem ætlast er til í dag sé of umfangsmikið og mögulega óraunhæft, af þeirri einföldu ástæðu að fyrir fram er ekki vitað í hvað orkan fer. Það er því skynsamlegt og tímabært að endurskoða verklagið. Að minnsta kosti hvernig mat á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum er útfært,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra.

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri viðraði þá hugmynd í jólaerindi sínu að best færi á því að leggja niður rammaáætlun og leita nýrra leiða. Enn væri þriðji áfangi áætlunarinnar ekki afgreiddur en vinna þó hafin við þann fjórða. „Einföld leið er að leggja niður rammaáætlun og efla þær stofnanir sem fara með umhverfis- og skipulagsmál til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti á skipulagsstigi,“ sagði Guðni.

Ekki afgreidd síðan 2013

Þórdís segir að rammaáætlun hafi ekki verið afgreidd síðan árið 2013 og það bendi til þess að þetta verklag nái ekki að þjóna tilgangi sínum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert