Vinsælustu gjafirnar „ekkert slor“

Þóranna K. Jónsdóttir.
Þóranna K. Jónsdóttir.

„Þó að ekki hafi það allir gott erum við Íslendingar upp til hópa óttalegar dekurdósir. Vinsælustu jólagjafirnar í ár eru í það minnsta ekkert slor,“ segir Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu.

Lausleg könnun á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar. Þetta er niðurstaða könnunar á vöruleit á Já.is, hjá Kringlunni og samkvæmt upplýsingum frá seljendum.

Ýmis snjall- og raftæki njóta sömuleiðis mikilla vinsælda, svo sem snjallúr og nýjustu farsímarnir auk þráðlausra heyrnartóla. Af tískuvörum eru Nike Air Force 1-skór í sérflokki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert