Gaf ráðherrum bók um byggingasögu Seyðisfjarðar

Þóra ásamt Pétri Kristjánssyni, fyrrum forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands, og Katrínu …
Þóra ásamt Pétri Kristjánssyni, fyrrum forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands, og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Seyðisfirði í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Höfðing­lega var tekið á móti ráðherr­um rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar á Seyðis­firði ef litið er fram­hjá frétt­um gær­dags­ins af meint­um hót­un­um í garð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Ráðamönn­um þjóðar­inn­ar var al­mennt vel tekið af harmi slegn­um en keik­um Seyðfirðing­um. Það sást einna best á gjöf Þóru Guðmunds­dótt­ur, arki­tekt og hót­el­hald­ara, sem hún gaf ráðherr­um í gær.

„Það er þannig að þegar Seyðis­fjörður átti 100 ára af­mæli árið 1995 þá var mér falið að skrifa lítið hefti um bygg­ing­ar­sögu bæj­ar­ins sem endaði á því að vera ein­hverj­ar 500 síður,“ seg­ir Þóra Guðmunds­dótt­ir, sem búið hef­ur á Seyðis­firði alla ævi, í sam­tali við mbl.is.

Katrín Jakobsdóttir heldur á bókinni.
Katrín Jak­obs­dótt­ir held­ur á bók­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þessi bók var end­urút­gef­in í sum­ar og mér þótti viðeig­andi að ráðherr­arn­ir fengju þessa bók, Húsa­saga Seyðis­fjarðakaupstaðar. Þeir geta þá glöggvað sig á þeim hús­um sem hér standa, hafa staðið og þeim sem nú eru nær horf­in.“

Þóra faðmar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Þóra faðmar Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurð að því hvort sam­tal henn­ar við ráðherr­ana hafi verið ánægju­legt seg­ir Þóra að svo hafi verið. „Jú, ég bauð þeim að koma hingað inn og þiggja kakó. Hér komu svo aðrir íbú­ar og sögðu rauna­sög­ur sín­ar. Þetta var bara hinn ánægju­leg­ast fund­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert