Hefja framkvæmdir í janúar eftir undirskrift í gær

Frá undirskrift Nýja Landspítalans og Eyktar um uppsteypun meðferðakjarnans, en …
Frá undirskrift Nýja Landspítalans og Eyktar um uppsteypun meðferðakjarnans, en verkið er metið á um 8,7 milljarða. Framkvæmdir munu hefjast í janúar. Ljósmynd/NLSH

Í gær var samningur undirritaður á milli Nýja Landspítalans ohf. og Eyktar ehf. vegna uppsteypunar á meðferðarkjarna nýja sjúkrahússins. Um er að ræða samkomulag upp á 8,7 milljarða. Greint var frá því í október að gengið hefði verið til samninga við Eykt, en í gær var samkomulagið formlega frágengið. Áformað er að uppsteypan hefjist strax í janúar.

Það voru þau Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH og Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, sem undirrituðu samkomulagið fyrir hönd verkkaupa, en heilbrigðisráðherra forfallaðist.  Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar, undirritaði samkomulagið fyrir verktaka.

Meðferðar­kjarn­inn verður stærsta bygg­ing­in í Hring­braut­ar­verk­efn­inu, en í hús­inu verður þunga­miðjan í starf­semi Land­spít­al­ans. Meðferðar­kjarn­inn er hugsaður út frá starf­semi bráða- og há­skóla­sjúkra­húss, með áherslu á ein­falt og skýrt fyr­ir­komu­lag ásamt greiðum leiðum milli starf­sein­inga.

Heildarkostnaður við meðferðakjarnann er 55 milljarðar og er heild­ar­kostnaður við þær fjór­ar ný­bygg­ing­ar sem NLSH ohf. hef­ur verið að vinna að auk gatna- og lóðagerðar um 80 millj­arðar króna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert