Hyggst byggja íbúðir fyrir eldri femínista

Vonir eru bundnar við að endurreisn við Bræðraborgarstíg hefjist fljótlega.
Vonir eru bundnar við að endurreisn við Bræðraborgarstíg hefjist fljótlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mark­miðið er að það verði gengið frá þessu í byrj­un janú­ar. Í fram­hald­inu hefst niðurrif og hreins­un á svæðinu,“ seg­ir Run­ólf­ur Ágústs­son, sem stend­ur að baki Þorp­inu vist­fé­lagi.

Fé­lagið fékk á dög­un­um samþykkt kauptil­boð í bruna­rúst­irn­ar við Bræðra­borg­ar­stíg og er það nú í fjár­mögn­un­ar­ferli. Fé­lagið hyggst hefja hreins­un og upp­bygg­ing­ar­starf eins fljótt og auðið er, en talið er að kostnaður við verkið sé hátt í millj­arður króna. Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg fyrr ár­inu varð til þess að þrennt lést, en rúst­irn­ar hafa staðið ósnert­ar allt frá þeim tíma. Lóðirn­ar sem um ræðir eru við Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3.

Hús­næði fyr­ir femín­ista

Að sögn Run­ólfs gera plön ráð fyr­ir að reist verði hús í anda svo­kallaðra Baba yaga-systra­húsa, sem verið hafa að ryðja sér til rúms síðustu ár. Þannig fá eldri kon­ur tæki­færi til að búa í sam­eig­in­legu húsi inn­an eig­in veggja, en sér­stök áhersla verður lögð á femín­isma, gagn­kvæma umönn­un og sam­bæri­leg lífsviðhorf. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert