Tekur 17 tíma að lesa allar kveðjurnar

mbl.is/Eggert

Aldrei hafa borist jafn margar og jafn langar jólakveðjur til lesturs í Ríkisútvarpinu og í ár. Kveðjurnar eru 3.300 talsins og orðafjöldinn er 73.000 sem er umtalsvert meiri orðafjöldi en nokkru sinni fyrr, að því er Rúv segir í tilkynningu.

Fram kemur, að margir bæti við hefðbundna kveðju óskum um veirufrítt ár, um bólusetningu á nýju ári, og vonum um að nýja árið verði betra en það sem sé að líða. Og ekki síst að árið verði veirufrítt.

„Það tekur þuli Ríkisútvarpsins rúmlega 17 klukkustundir að lesa kveðjurnar. Sex þulir standa þessa löngu vakt, ásamt núverandi þulum eru kallaðir til fyrrverandi þulir sem allir hafa langa reynslu af því að koma hugheilum hátíðarkveðjum til landsmanna. Jólakveðjurnar bárust mun fyrr í ár en venjulega, og aldrei hafa jafn margir nýtt sér að senda kveðjurnar í gegnum vef RÚV.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert