Tólf greindust með veiruna innanlands

Heilbrigðisstarfsmaður á Egilsstöðum.
Heilbrigðisstarfsmaður á Egilsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Níu voru í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is

24 eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þetta er fækkun frá því í gær þegar 28 lágu inni vegna Covid-19 og tveir voru á gjörgæslu. 

149 eru í einangrun og er það fjölgun um 10 síðan í gær. 572 eru í sóttkví, sem er 10 færra. 

Tíu smit greindust á landamærunum og beðið er eftir mótefnamælingu í sex tilfellum.

Alls voru tekin 2.205 sýni. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa hækkar aðeins og er komið í 29,7. Varðandi nýgengi landamærasmita þá lækkar talan lítillega frá því í gær og er núna 15,5. 

Flestir eru sem fyrr í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 93, sem er fjölgun um níu síðan í gær. Næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, eða 28. Á Suðurlandi eru 15 í einangrun, rétt eins og í gær. Áfram eru þrír í einangrun á Norðurlandi vestra og þrír á Vesturlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert