„Framtíðarsýn ríkissáttasemjara er að meginreglan verði sú að nýr samningur taki við áður en sá eldri rennur út. Í nágrannalöndum okkar á það við í um 90% tilvika að samningur taki við af samningi, en það er nær óþekkt á Íslandi að nýr samningur sé undirritaður áður en sá gamli rennur út. Mjög algengt er á Íslandi að það líði hartnær ár frá því að samningur rennur út áður en nýr er undirritaður.“
Þetta segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Á árinu sem er að líða var unnið að lausn 64 sáttamála hjá embættinu og enn eru níu mál óleyst.
Hartnær 70 málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara í samningalotunni, sem hófst í byrjun árs 2019.