25 í farsóttarhúsinu um jólin

Gylfi Þór Þorsteinsson.
Gylfi Þór Þorsteinsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Yfir jólin munu alls 25 manns dveljast í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík. „Talan gæti eitthvað breyst, enda er veiran enn sem fyrr í gerjun og fólk áfram að veikjast,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður við blaðið í gær.

Alls er hægt að taka á móti um 90 manns á Rauðarárstígnum. Af þeim sem í skjóli eru í húsinu nú eru 14 í sóttkví og 11 í einangrun; Íslendingar og fólk af öðru þjóðerni. „Hér er nokkuð af hælisleitendum sem eiga ekki í önnur hús að venda. Í einangrun er svo til dæmis fólk sem er veikt og getur ekki dvalist á heimili sínu vegna þrengsla, fjölskylduaðstæðna eða annars. Aðstæður fólks eru ólíkar og því verður að mæta,“ segir Gylfi.

Gestum farsóttarhússins verður í kvöld færður hátíðarmatur á herbergin, þar sem einn er í hverju þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert