Ásmundarsalur biðst afsökunar

Ásmundarsalur við Freyjugötu.
Ásmundarsalur við Freyjugötu. mbl.is/Sigurður Bogi

Eigendur Ásmundarsalar biðjast á facebooksíðu sinni afsökunar á því að hafa misst yfirsýn yfir fjölda fólks sem þar kom saman í samkvæmi í gær. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur samkvæmið og hefur beðist afsökunar á því.

Í tilkynningu Ásmundarsalar segir að opin sölusýning hafi verið í salnum og að fólk, sér í lagi fastakúnnar sem venja komur sínar þangað á Þorláksmessu, hafi streymt að þegar klukkan sló 22:30 í gærkvöldi.

Ásmundarsalur hefur leyfi til að vera með opið til kl 23 og hefur einnig veitingaleyfi.

Vegna frétta um samkvæmi í Ásmundarsal Eigendur og rekstraraðilar Ásmundarsalar vilja taka fram vegna frétta að...

Posted by Ásmundarsalur on Fimmtudagur, 24. desember 2020
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert