Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var í samkvæmi Ásmundarsal sem lögregla leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta fullyrðir Vísir og Fréttablaðið.
Sagt er að hann hafi verið þar með eiginkonu sinni Þóru Margréti Baldvinsdóttur og á fimmta tug annarra.
Ekki hefur enn náðst í Bjarna eða aðstoðarmenn hans vegna málsins. Raunar hefur fengist staðfesting frá öllum ráðherrum ríkisstjórnar að þeir hafi ekki verið í umræddu samkvæmi nema Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Bjarna Benediktssyni.