Hugmyndin ekki frá Kára komin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir það ekki rétt sem haft var eft­ir Kára Stef­áns­syni, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, að hug­mynd­in að rann­sókn­ar­setri fyr­ir áfram­hald­andi virkni og verk­un bólu­efn­is Pfizer Bi­oNTeck sé frá hon­um kom­in.

„Kári Stef­áns­son hef­ur á hinn bóg­inn verið öt­ull með sam­skipt­um sín­um við for­svars­menn Pfizer við að ljá mál­inu braut­ar­gengi,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í til­kynn­ingu. Hann seg­ir óljóst hvort af þess­ari rann­sókn verður, en beðið er svara frá Pfizer.

„Hug­mynd­in að því að Ísland gæti orðið rann­sókn­ar­set­ur fyr­ir fasa IV rann­sókn þar sem stærsti hluti þjóðar­inn­ar yrði bólu­sett­ur á stutt­um tíma var viðruð í tölvu­pósti sótt­varna­lækn­is til full­trúa Pfizer þ. 15. des­em­ber sl. Inni­hald pósts­ins hef­ur síðan verið til skoðunar inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og verið leitað eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um hjá sótt­varna­lækni,“ bæt­ir hann við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert