Kári vill um 400.000 skammta

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðræður hafa átt sér stað við banda­ríska lyfjaris­ann Pfizer um að koma um 400 þúsund skömmt­um af bólu­efni hingað til lands, eða nægi­lega mörg­um skömmt­um til að bólu­setja 60% full­orðinna hér á landi. Ná­ist sam­komu­lag eru von­ir bundn­ar við að hér skap­ist nægi­legt hjarðónæmi til að kveða kór­ónu­veiruna niður.

Það er Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sem hef­ur leitt vinn­una af hálfu Íslands. Hef­ur hann nýtt tengsl sín við ýmsa stjórn­end­ur Pfizer, en hann skipu­lagði m.a. fund með fyr­ir­tæk­inu í fyrra­dag. Fund­inn sátu Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Kári og stjórn­end­ur frá lyfjaris­an­um. Í kjöl­farið átti Kári í viðræðum við Pfizer.

Þróuð hafa verið bóluefni frá bandaríska fyrirtækinu Pfizer og BioNTech …
Þróuð hafa verið bólu­efni frá banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Pfizer og Bi­oNTech frá Þýskalandi gegn kór­ónu­veirunni. AFP

Aðspurður seg­ir Kári að verið sé að at­huga hvort til séu nægi­lega marg­ir skammt­ar hjá Pfizer svo hægt sé að mynda hjarðónæmi hér á landi. Ef af verður er um að ræða til­rauna­verk­efni þar sem kannað er hvort hægt sé að kveða far­ald­ur­inn niður hjá heilli þjóð. Bólu­setn­ing ætti ekki að taka nema eina til tvær vik­ur. Yf­ir­maður bólu­efnateym­is Pfizer kom með til­lögu að rann­sókn­inni, en hann hef­ur jafn­framt sagt að verk­efnið sé spenn­andi mögu­leiki. Óljóst er þó hvort til sé nægi­lega mikið magn af bólu­efni.

„Það er verið að kanna hvort til sé bólu­efni og það hef­ur enn ekki verið haft sam­band. Ég get ekki lofað nokkr­um sköpuðum hlut þótt ég sé að reyna, en ég væri ekki að þessu nema ég héldi að þetta væri mögu­leiki,“ seg­ir Kári.

Ljóst er að hér á landi eru ein­stak­ar aðstæður til þess að grípa til svo um­fangs­mik­illa og skjótra aðgerða hjá heilli þjóð. Til­gang­ur verk­efn­is­ins af hálfu Pfizer væri að fá af því reynslu og upp­lýs­ing­ar, sem nýtt­ust við bólu­setn­ingu ann­ars staðar í heim­in­um. Um all­an heim eru nú víðtæk­ar bólu­setn­ing­araðgerðir í bíg­erð, en sjálf bólu­efn­in eru mjög mis­langt á veg kom­in og eft­ir­spurn­in svo mik­il, að næsta ár mun tæp­lega end­ast til þess að ljúka al­mennri fjölda­bólu­setn­ingu í öll­um lönd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka