Segist ekki hafa eignað sér hugmyndir Þórólfs

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. mbl/Styrmir Kári

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir það rangt hjá Þórólfi Guðna­syni sótta­varna­lækni að hann hafi borið upp við stjórn­end­ur lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer hug­mynd­ir Þórólfs.

Kári bæt­ir því við í yf­ir­lýs­ingu að hug­mynd­ir hans hafi ekki átt upp­runa í hug­mynd­um sótt­varna­lækn­is. 

Þórólf­ur sagði fyrr í dag að það væri ekki rétt sem haft var eft­ir Kára um að hug­mynd­in að rann­sókn­ar­setri fyr­ir áfram­hald­andi virkni og verk­un bólu­efn­is Pfizer Bi­oNTeck væri frá hon­um kom­in.

„Ég hóf sam­skipti mín við Pfizer í þeim til­gangi að reyna að út­vega bólu­efni án þess að ráðfæra mig við sótt­varn­ar­lækni og svo sann­ar­lega án þess að sækja til hans hug­mynd­ir eða til­lög­ur,“ seg­ir Kári.

„Það vill svo til að ég hef unnið í tæp­an ald­ar­fjórðung við að rann­saka alls kon­ar sjúk­dóma á Íslandi með því að nýta mér eig­in­leika þjóðar­inn­ar sem ein­stakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyr­ir Vatns­mýr­ina til þess að finna þessa hug­mynd. Það er held­ur ekki að undra að aðrir í okk­ar sam­fé­lagi hafi fengið þessa hug­mynd út af því for­dæmi sem má finna í vinnu Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar,“ bæt­ir hann við.

„Það sem gladdi mig hins veg­ar í sam­tali við Luis Jod­ar sem leiðtogi í bólu­efna­deild Pfizers er að hann var á und­an mér að færa hug­mynd­ina í orð. Það gleður mig líka að Þórólf­ur skyldi hafa kom­ist að sömu niður­stöðu en hvorki ég né stjórn­end­ur Pfizers viss­um það þegar sam­tal okk­ar átti sér stað. Það hef­ur engu verið stolið frá okk­ar góða sótt­varna­lækni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka