Vill að Bjarni segi af sér tafarlaust

Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson.

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum sem hefur tjáð sig mikið um kórónuveiruna, vill að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segi af sér tafarlaust eftir að í ljós kom að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í gærkvöldi.

Hann segir á facebooksíðu sinni að þessi samkoma hafi verið fáránleg og skammarlegt brot á sóttvarnareglum. Hann bætir við að hún gæti hleypt af af stað „ofurdreifingarviðburði Covid-19 hérlendis. Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla“.

Jón Magnús nefnir að skorturinn á sóttvörnum lýsi „fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð“.

Hann heldur áfram og segir þá sem skipulögðu samkomuna eiga að skammast sín. „Téður ráðherra ætti að segja af sér  tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur,“ skrifar hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert