Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum sem hefur tjáð sig mikið um kórónuveiruna, vill að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segi af sér tafarlaust eftir að í ljós kom að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í gærkvöldi.
Hann segir á facebooksíðu sinni að þessi samkoma hafi verið fáránleg og skammarlegt brot á sóttvarnareglum. Hann bætir við að hún gæti hleypt af af stað „ofurdreifingarviðburði Covid-19 hérlendis. Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla“.
Jón Magnús nefnir að skorturinn á sóttvörnum lýsi „fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð“.
Hann heldur áfram og segir þá sem skipulögðu samkomuna eiga að skammast sín. „Téður ráðherra ætti að segja af sér – tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur,“ skrifar hann.